Í sumar blásum við rykið af línuskautunum og verðum með námskeið.
Komdu og láttu okkur kenna þér á línuskauta. Það er svo miklu skemmtilegra að renna sér um bæinn þegar maður er ekki í eilífum ótta við að detta.
1 – 2 – 3 og voila!
Það er eitt að skauta til að komast áfram en það er annað að skauta rétt og líða vel á skautunum með gott jafnvægi og fulla stjórn.
Bremsan er auðvitað mikilvægur hluti af því að geta yfir höfuð farið um á línuskautum. Eftir námskeið verða allir bremsusérfræðingar.
Þegar þú hélst þú gætir ekki orðið betri þá snúum við okkur í hálfhring, dillum rassinum og skautum afturábak – án þess að stoppa.
Það eina sem þú þarft að gera er að bóka námskeið
Hvenær viltu koma og hvað koma margir?
BÓKA NÁMSKEIÐ
Námskeiðið okkar er sniðið að þörfum allra. Hvort sem þú ert algjör byrjandi eða búin að rúlla alla stíga landsins. Við kennum undirstöðuatriðin og metum í framhaldi þörf og áherslu hjá hverjum og einum.
Það er alltaf langskemmtilegast að koma í hóp. Léttleikinn og stemningin poppar upp þegar fólk fer að sjá árangur. Við lærum líka á því að sjá aðra.
Utanvinnugleðin er klassísk enda gaman að eyða tíma með vinnufélögunum utan vinnustaðarins. Línuskautanámskeið er frábært tilefni í góðan hitting.
Við getum gert góðan dag betri fyrir hópa sem hafa gleðina í forgrunni. Við erum til í allt og klárir í að taka grínið áfram og gleðina alla leið.
Námskeið kostar 25.000 kr. og deilist niður á fjölda. Hámark 10 í hóp.
Þeim mun fleiri þeim mun ódýrara – og meira gaman.
Námskeiðin eru 1 til 2 tímar.
BÓKA NÁMSKEIÐ
Við erum með rúmlega 30 ára reynslu á skautum og höfum spilað íshokkí á keppnisþrepi, hvort sem er með félagsliðum eða landsliði Íslands. Frá því að línuskautaævintýrið byrjaði sumarið 2001 höfum við kennt hundruðum einstaklinga og hópa, vinnufélaga, gæsagleðiglensara, steggjastuðbolta og alls konar gesta á sumarskemmtunum um allt land.
Við kunnum á skauta og viljum að þú gerir það líka!
GÓÐUR BÚNAÐUR SKIPTIR MÁLI
Það er staðreynd að vandaðir línuskautar auka ánægjuna við það að skauta og hlífar eru vissulega staðalbúnaður sem kemur í veg fyrir eða dregur úr skaða ef jafnvægið svíkur okkur.
Ef þig vantar hlífar, hjálm, nýja bremsu eða kominn tími til endurnýja skautana þá þarftu bara að smella á myndirnar fyrir neðan sem vísa þér á vini okkar í Útilíf.
Við vinnum stoltir með þeim sem skara framúr á sínu sviði og erum heppnir að fá að vera í samstarfi við fyrirtæki sem hjálpa okkur að vera betri í því sem við gerum.